top of page

SKILMÁLAR

Almennar upplýsingar 

þessir skilmálar gilda um allar vörur og þjónustu sem seldar eru af Trenia

Hægt að hafa samband í gegn um treniatraining@gmail.com

með því að kaupa vörur eða þjónustu samþykkir þú þessa skilmála

 

Greiðslur og endurgreiðslur 

  • Allar greiðslur fara í gegnum örugga greiðslugátt (repeat)

  • Greiðsla verður að ganga upp áður en þjónusta eða efni er afhent

  • Allar sölur eru endanlegar, þar sem um stafrænt efni og tímabundna þjónustu er að ræða, eru endurgreiðslur ekki gefnar eftir að pöntun hefur verið staðfest. 

  • Ef þú kaupir áskrift heldur hún áfram þar til þú seigir henni upp sjálf/ur/t, ekki er endurgreitt fyrir greidd tímabil. 

 

Afhending og aðgangur

  • Eftir kaup færðu staðfestingu í tölvupósti og bætt inn í smáforritið Fitr, þar sem þú færð aðgang að þínu prógrami eða þinni áskrift. 

  • Þú berð ábyrgð á að gefa upp rétt netfang við kaup.

  • aðgangur að efni er eingöngu fyrir einn einstakling. 

 

Áskriftir

  • Áskriftir mánaðarlegar greiðslur. 

  • Þú getur hætt áskrift hvenær sem er, breyting tekur gildi við næstu endurnýjun. 

  • Til að hætta áskrift þarf að senda tölvupóst á treniatraining@gmail.com

  • Ekki er endurgreitt fyrir greidda mánuði þó þú hættir áskrift inni á tímabilinu, en þú hefur aðgang að efninu út það tímabil sem greitt var fyrir. 

 

Heilsufarslegur fyrirvari

Með kaupum staðfestir þú að : 

  • þú tekur fulla ábyrgð á eigin heilsu og öryggi 

  • þú ráðfærir þig við lækni ef þu ert óviss um hvort þú megir stunda líkamsrækt.

  • Trenia ber enga ábyrgð á slysum, meiðslum, heilsutjóni eða öðrum afleiðingum sem kunna að hljótast af því að fylgja áætlunum eða ráðleggingum. 

Allar æfingar eru framkvæmdar á þinni eigin ábyrgð. 

 

Notkunarréttur & eignarhald efnis

  • Allt efni (æfingaráætlanir, PDF, myndbönd, textar og annað efni) er frumverk Trenia og er varið af höfundarrétti.

  • Óheimilt er að : 

    • Afrita 

    • Endurselja

    • Deila

    • Selja

    • Endurvinna

  • Aðgangur er persónulegur og eingöngu fyrir kaupanda.

 

Persónuvernd

  • Við söfnum aðeins nauðsynlegum upplýsingum.

  • Þær upplýsingar eru aðeins notaðar til að afhenda efni og þjónustu.

  • Upplýsingum er aldrei deilt með þriðja aðila.

 

Breytingar á skilmálum

Trenia áskilur sér rétt til að uppfæra skilmála hvenær sem er. 

Breytingar taka gildi þegar þær birtast á vefsíðunni

 

Lögsaga

Um skilmála gilda íslensk lög

bottom of page